<img alt="" src="https://secure.want7feed.com/193339.png" style="display:none;">
Skip to content

New Sales Director joins Wisefish

New Sales Director joins Wisefish

Viðar Engilbertsson has been appointed as the Sales Director at Wisefish. He will lead the company’s sales efforts and support its continued expansion in both domestic and international markets.

Viðar holds a master’s degree in marketing and international business, as well as a master’s degree in biology from the University of Iceland. He brings extensive experience from the seafood industry, having worked at Skaginn 3X, Fisheries Iceland (SFS), and most recently as the Sales and Marketing Director at Vélfag.

“I’m excited to be part of Wisefish’s journey and to help drive growth for these innovative solutions. The company has made significant investments in product development in recent years, including a new aquaculture solution set to launch soon. This solution will give aquaculture companies complete financial oversight and full traceability across the entire value chain—from roe to finished product. Wisefish already holds a dominant market share in Iceland, and we see strong opportunities for further expansion in international markets,”

says Viðar.

“We are thrilled to welcome Viðar to our team. The seafood value chain is highly complex, and our role at Wisefish is to simplify life for our customers—providing full visibility that drives efficiency, better decision-making, and compliance with market requirements for quality certifications, traceability, and sustainability. With Viðar’s industry knowledge and clear focus on our unique value proposition, I’m confident he will play a key role in Wisefish’s continued growth,”

says Siggeir Örn Steinþórsson, Director of Product Management, Sales, and Marketing at Wisefish.

 


 

This version was sent to icelandic publications as a press release 25.02.25.

Viðar Engilbertsson hefur verið ráðinn sem sölustjóri Wisefish. Hann mun stýra sölustarfi félagsins og styðja við áframhaldandi sókn þess á bæði innlenda og erlenda markaði.

Viðar stundaði meistaranám í markaðsfræði- og alþjóðaviðskiptum og er einnig með meistaragráðu í líffræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur víðtæka reynslu úr sjávarútveginum og hefur meðal annars starfað hjá Skaginn 3X, Samtökum fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS) og síðast sem sölu- og markaðsstjóri hjá Vélfagi. Wisefish er leiðandi í viðskiptalausnum fyrir aðfangakeðju sjávarútvegs- og eldisfyrirtækja. Lausnir Wisefish hafa verið í stöðugri þróun í yfir tvo áratugi og eru nýttar í mörgum af stærstu sjávarútvegsfélögum Íslands sem og í fjölda annara landa.

"Það er mér sönn ánægja að taka þátt í þessari vegferð sem Wisefish er á og fá að styðja við sókn fyrir þessar einstöku lausnir. Fyrirtækið hefur undanfarin ár fjárfest í mikilli vöruþróun, meðal annars glænýja eldislausn sem við kynnum til leiks á næstu misserum sem mun gera eldisfyrirtækjum kleift að fá fjárhagslega yfirsýn og rekjanleika fyrir alla virðiskeðjuna, allt frá hrognum til loka afurðar. Wisefish er með ríkjandi markaðshlutdeild hér heima og teljum við að við erum með mikil sóknartækifæri á erlendum mörkuðum."

segir Viðar.

"Við erum virkilega ánægð með að fá Viðar til liðs við núverandi starfsfólk sem býr yfir áratuga reynslu. Virðiskeðja sjávarafurða getur verið afar flókin en hlutverk Wisefish er að einfalda líf viðskiptavina með yfirsýn sem skilar sér í aukinni hagkvæmni, betri ákvörðunartöku ásamt því að standast markaðskröfur um gæðavottanir, rekjanleika og sjálfbærni. Með góða innsýn í markaðinn og skýran fókus á okkar sérstöðu, er ég sannfærður um að Viðar mun hafa jákvæð áhrif á fyrirtækið og styðja enn frekar við vöxt félagsins"

segir Siggeir Örn Steinþórsson framkvæmdastjóri vörustýringar, sölu og markaðsmála Wisefish.